föstudagur, ágúst 31

babúska babúska


oh já oh já
það eru komin drög að nýju ævintýri eftir rétt rúman mánuð.
ég var að senda tölvupóst og nú bara bíð ég eftir staðfestingarpósti.
gaman gaman
mig vantar ævintýri og nýja borg, nýtt ferðalag..
dreymdi nefnilega flugvél í nótt og það hlýtur að vera merki um að maður eigi að skella sér aðeins út í buskann.
fór reyndar til akureyrar í síðustu viku en það getur varla talist sem framandi slóð og þó...
ég kunni ofsalega vel við mig þar, kannski ég prufi að búa þar einhvertíma?
hver veit.
en já, rúmur mánuður :)


það er verið að breyta vinnunni minni. ég er í nýja húsnæðinu, allavega í bili svo flyt ég víst aftur yfir. það er svo margt undarlegt í kýrhausnum og eitt slíkt dæmi er eflaust fljúgandi fundarherbergin sem margir hafa lesið/heyrt um í fjölmiðlum. ég á alveg eftir að sjá hvernig þetta mun svo koma út, það er víst voðalega flott tækni og einhver brú í þessu öllu saman...
annað sem mér þykir undarlegt eru klósettin á 3 hæðinni frammi.
þau eru gegnsæ.
aha aha
alveg hreint, sérð inn og út, ekkert nema gler.
bara gler.
og þarna á fólk að gera sínar þarfir og hysja upp um sig sokkabuxurnar, bora í nefið og laga hárið og farðann....
nema hvað
það á víst að verka þannig að einhver oxun á sér stað með einhverjum sérstökum gufum þannig ég á klóinu sé ÚT en hin gangandi vegfarandi í Borgartúninu sér EKKI INN.
nú er ég ekki alveg viss hvernig þetta mun virka og afhverju og hvernig og hver það er sem hefur áhuga á að sitja á klósetti ,,nýju fata keisarans" en þetta er víst hippogkúl í dag, eða þá er bara einhver verkfræði/arkítektastofa út í bæ að pissa í sig úr hlátri yfir sökkerunum hjá kappa flingfling.
either way, klósettin eru komin upp, þriffólkið hefur ekki við að pússa kámið og starfsfólkið heldur í sér þegar það hleypur á aðra hæð til að fara á ,,skyggt, venjulegt" klósett...
spáðu ef þetta væri svona á skemmtistöðum?
hvað gerðu kókistar þá? eða ælandi dömur? eða parið í skemmtistaðakeleríi?

kannski er kappaflingfling ekki svo galið eftir allt saman heldur bara séð?
maður spyr sig...

best að drífa sig á Ljósanótt í keflavík.
má ekki missa af baggalút, hjálmum og megasi, hreinar línur.

og já,
mig vantar félaga í ferðina, viltu koma með?

góða helgi

kisskissogknús
siggadögg

4 ummæli:

Vala sagði...

ánægð með skemmtilegu áfangastaðina þína alltaf. Ef peningar leyfðu þá væri maður sko alveg game;) gangi þér vel að finna félaga:)

Nafnlaus sagði...

ertu að meina þetta með klósettin??

ARNA

Sigga Dögg sagði...

aha aha :)

Nafnlaus sagði...

Sigga

mig vantar stora golf babusku i brunum litum please